Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Linli Tu hvorki með Blikum né Keflavík í sumar
Linli Tu.
Linli Tu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin kínverska Linli Tu verður hvorki með Breiðabliki né Keflavík í sumar.

Samningamál Linli Tu virðast frekar flókin. Félagaskipti hennar úr Keflavík í Breiðablik á miðju síðasta tímabili eru skráð sem lánssamningur en í fréttatilkynningu Keflavíkur var talað um að hún hefði verið seld og það er raunin.

Samningur hennar við Keflavík var tekinn úr gildi þegar hún fór í Breiðablik, en núna er hún aftur skráð í Keflavík samkvæmt KSÍ.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var hún ekki í plönum nýs þjálfarateymis Breiðabliks en þrátt fyrir að vera skráð í Keflavík aftur, þá mun hún ekki spila þar heldur í sumar.

Flækindin með samningamálin hennar eru sögð tengjast að einhverju leyti vegabréfsáritun leikmannsins en Linli Tu kemur upprunalega frá Kína.

Linli Tu, sem er fædd árið 1999, kom fyrst til landsins árið 2022 og spilaði þá með FHL fyrir austan, en hún skoraði þá 18 mörk í 19 leikjum. Hún skoraði fjögur mörk í 14 leikjum með Keflavík í fyrra og þá gerði hún þrjú mörk í tólf leikjum með Breiðabliki. Hún spilar sem sóknarmaður og verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hennar verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner