Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
föstudagur 10. maí
Lengjudeild karla
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
fimmtudagur 9. maí
Undanúrslit Sambandsdeildar
Olympiakos - Aston Villa - 19:00
EUROPA LEAGUE: Semifinal
Atalanta - Marseille - 19:00
Leverkusen - Roma - 19:00
Vináttulandsleikur
Switzerland U-16 - Ireland U-16 - 10:00
Peru U-20 - Costa Rica U-20 - 14:30
Portugal U-16 - Austria U-16 - 16:00
Damallsvenskan - Women
Trelleborg W - AIK W - 13:00
Vittsjo W - Linkoping W - 13:00
KIF Orebro W - Kristianstads W - 13:00
Brommapojkarna W - Pitea W - 13:00
lau 13.jan 2024 13:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Hélt kannski að Arnar ætlaði að láta sig heyra það en fékk í staðinn draumafréttirnar

Í kvöld, eða á næstu dögum, gæti Birnir Snær Ingason upplifað gamlan draum. Hann er mættur í A-landsliðið í fyrsta sinn 27 ára gamall en hann segir það skrítna tilhugsun að vera einn af eldri leikmönnum liðsins í fyrsta landsliðsverkefninu. Birnir, sem var besti leikmaður Íslandsmótsins 2023, ræddi við Fótbolta.net um frábæra byrjun á árinu 2024 sem er vonandi upphafið af einhverju afskaplega góðu.

Var besti leikmaður Íslandsmótsins 2023.
Var besti leikmaður Íslandsmótsins 2023.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd/KSÍ
Fagnar marki með Víkingum síðasta sumar.
Fagnar marki með Víkingum síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var með ósvarað símtal frá aðstoðarlandsliðsþjálfaranum.
Var með ósvarað símtal frá aðstoðarlandsliðsþjálfaranum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir er í fyrsta sinn í A-landsliðinu.
Birnir er í fyrsta sinn í A-landsliðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson er líka í hópnum.
Logi Tómasson er líka í hópnum.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Er á leið til Halmstad í Svíþjóð.
Er á leið til Halmstad í Svíþjóð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fann sig virkilega vel í sumar.
Fann sig virkilega vel í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er búinn að fá einhverjar upplýsingar og maður heyrir bara góða hluti'
'Ég er búinn að fá einhverjar upplýsingar og maður heyrir bara góða hluti'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fagnar marki á síðasta tímabili. Liðið vann tvöfalt og var Birnir mikilvægur í því.
Víkingur fagnar marki á síðasta tímabili. Liðið vann tvöfalt og var Birnir mikilvægur í því.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson hefur hjálpað Birni mikið.
Arnar Gunnlaugsson hefur hjálpað Birni mikið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég var að lesa þessa frétt áðan og það var mjög skemmtilegt að sjá þetta'
'Ég var að lesa þessa frétt áðan og það var mjög skemmtilegt að sjá þetta'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Maður er þroskaðri leikmaður en fyrir fimm árum síðan. Ég kann betur á leikinn'
'Maður er þroskaðri leikmaður en fyrir fimm árum síðan. Ég kann betur á leikinn'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Árið 2024 byrjar af krafti.
Árið 2024 byrjar af krafti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virkilega hæfileikaríkur leikmaður.
Virkilega hæfileikaríkur leikmaður.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er búið að vera helvíti fínt. Fyrstu tveir dagarnir eru búnir að vera kósý. Sólin er reyndar farin að kíkja núna þannig að það er svakalegur hiti. Gærdagurinn var mjög þægilegur," segir Birnir þegar hann sest fyrir framan tölvuna. Hann er staddur í Flórída í Bandaríkjunum og þar er nýr dagur að hefjast. Á hinum endanum í myrkrinu á Íslandi, þar sem fréttamaður Fótbolta.net er staddur, er dagur að kvöldi kominn. Íslenska handboltalandsliðið er nýbúið að gera ótrúlegt jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM.

„Þeir voru að glápa á þetta en ég fylgdist ekkert með þessu," segir Birnir um handboltaleikinn sem var að klárast. „Ég þarf að koma mér betur inn í þetta. Maður var djúpur í þessu í gamla daga en maður hefur einhvern veginn dottið út úr þessu núna."

Hélt að hann ætlaði að láta mig heyra það
Nýtt ár og nýtt janúarverkefni. Ísland mætir Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram á heimavelli Inter Miami í Bandaríkjunum. Þetta verkefni er tækifæri fyrir leikmenn sem spila í Skandinavíu að sanna sig fyrir landsliðsþjálfurunum fyrir einn, vonandi tvo, mikilvæga leiki í umspili fyrir EM í mars. Birnir var ekki í upprunalega hópnum en kom inn þegar Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon og Valgeir Lunddal Friðriksson meiddust.

„Þá var ég með ósvarað símtal frá Jóa Kalla"

„Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég ætla að njóta þess að vera hérna. Þetta er mikill heiður og ég er stoltur af því að vera hérna. Ég ætla að reyna að njóta þess eins mikið og ég get, og reyna að standa mig ef ég fæ eitthvað tækifæri," segir Birnir.

Hann segir að það hafi komið sér á óvart að fá kallið en hann hafði vonast eftir því að vera í upprunalega hópnum. Hann var ekki með hugann við Miami þegar hann fékk fréttirnar fyrir æfingu hjá Víkingi.

„Já, mér fannst kallið koma á óvart en ég er þvílíkt sáttur. Það var búið að velja hópinn, en mig langaði upprunalega að vera í hópnum. Þetta er sterkur og skemmtilegur hópur."

„Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga) sagði mér frá þessu þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Arnar sagði mér frá þessu fyrst en þegar ég kíkti svo á símann, þá var ég með ósvarað símtal frá Jóa Kalla. Við vorum að gera okkur tilbúna fyrir æfingu og svo kemur hann inn í klefa og segir: 'Biddi, komdu aðeins'. Ég hélt að hann ætlaði að láta mig heyra það. Nei, ég segi svona. Þetta var bara geggjað."

„Það var smá skrítið að vera með þetta svo á bak við eyrað á æfingunni og maður var mikið að hugsa um þetta," segir Birnir en hann hugsar ekkert um það hvernig kallið kom, að það hafi komið seint. Það skiptir engu máli því heiðurinn er mikill. „Mér er alveg sama hvernig kallið kom. Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri og ég ætla að njóta þess í botn."

Skrítið að vera með elstu mönnum
Birnir segir það fínt að taka nokkra daga á Miami. Það er mun betra en að vera í kuldanum hér á Íslandi. „Ég var helvíti sáttur þegar ég sá staðsetninguna, ég ætla ekki að ljúga því. Það er mjög fínt að vera í Miami og hópurinn er helvíti skemmtilegur," segir þessi öflugi leikmaður.

Hann segir það skrítið að vera einn sá elsti í hópnum en Birnir er að koma í fyrsta sinn í landsliðið 27 ára gamall. Hæfileikarnir hafa alltaf verið til staðar hjá honum en núna er hann að blómstra. Í sumar fann hann stöðugleikann sem alltaf hefur verið talað um og varð besti leikmaður Bestu deildarinnar. Hann hjálpaði Víkingum að vinna tvöfalt.

„Það er fyndin tilhugsun"

„Þetta er ungur hópur og ég er með elstu mönnum. Ég held að ég sé sá þriðji elsti eða eitthvað, sem er svakalegt. Þessi hópur er mjög skemmtilegur og þetta eru strákar sem er gaman af."

„Það er mjög skrítið að ég sé einn sá elsti í hópnum. Maður er að prófa að vera í landsliðinu í fyrsta skipti og maður er einn af elstu leikmönnunum. Það er dálítið skrítið en ég myndi ekki segja að mér líði eins og ég sé einn af elstu leikmönnunum. Það er fyndin tilhugsun," segir Birnir.

Í hópnum eru leikmenn sem hann þekkir vel, gamlir liðsfélagar: Logi Tómasson og Kristall Máni Ingason.

„Það er fínt að vera með þá hérna. Ég þekki þá vel. Það er fínt að vera með einhverjum í hópnum sem þú þekkir ágætlega. Ég get bullað eitthvað í þeim. Ég held að við séum allir svipaðir karakterar á vissum sviðum. Við höfum gaman að því að hafa gaman. Bulla út í eitt."

Birnir er svo með traustan herbergisfélaga, varnarjaxlinn Brynjar Inga Bjarnason.

„Ég er með Brynjari Inga í herbergi. Hann er algjör toppmaður. Ég þekkti hann ekki mikið fyrir en hann er algjör toppmaður."

Birnir veit ekki hvort að hann fái mínútur í þessum tveimur leikjum en hann er vongóður um að spila fyrsta landsleikinn. Kannski gerist það í kvöld þegar Ísland spilar við Gvatemala. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 23:30 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Árið byrjar af krafti
Árið 2024 hefur byrjað af krafti fyrir Birni, það er ekki hægt að segja annað. Hann fékk kallið í landsliðið og er að öllum líkindum einnig að fara út í atvinnumennsku í fyrsta sinn. Hann er afar nálægt því að ganga í raðir Halmstad í efstu deild í Svíþjóð.

„Þetta hefur bara verið gaman. Þetta ár byrjaði af krafti; að fá landsliðskallið og svo kemur áhuginn í Svíþjóð. Þetta er fljótt að gerast þegar það gengur vel. Það er hægt að segja að þetta ár sé að byrja af krafti. Ég vona að þetta sé upphafið af einhverju góðu," segir Birnir.

„Ég frétti af áhuganum frá Halmstad í gegnum umboðsmanninn minn. Við settumst niður og fórum yfir þetta. Auðvitað er þetta í efstu deild þannig að ég held að þetta sé mjög gott skref. Það er ekki langt síðan þetta gerðist. Tvær vikur eða eitthvað."

Birnir segir að það sé samkomulag í höfn og hann býst við því að þetta muni allt saman vera staðfest eftir þessa landsleikjaferð sem er núna í gangi.

„Maður er búinn að vera að kynna sér þetta á fullu. Það hafa verið nokkrir Íslendingar þarna. Maður fylgist aðeins með þessum deildum í Skandinavíu þó maður sé ekkert djúpur í þeim. Mér líst mjög vel á þetta. Bærinn er skemmtilegur, hef ég heyrt. Þetta er lið í efstu deild og ég er mjög spenntur fyrir þessu."

Er hann búinn að tala við einhverja Íslendinga um Halmstad? Það hafa alls sex íslenskir leikmenn spilað fyrir Halmstad í gegnum tíðina en það eru Guðjón Baldvinsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Jónas Guðni Sævarsson, Kristinn Steindórsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Höskuldur Gunnlaugsson.

„Ég er búinn að fá einhverjar upplýsingar og maður heyrir bara góða hluti. Það tala allir um það hvað þessi bær er skemmtilegur á sumrin og svoleiðis. Svo er sænska deildin skemmtileg. Ég hef bara heyrt góða hluti."

Birnir segist sjálfur vera búinn að ná persónulegu samkomulagi við Halmstad og hann segir að málin ættu alveg að skýrast eftir landsleikjaferðina. Það hefur verið talað um að Birnir hafi verið með klásúlu í samningi sínum um að mega fara frítt erlendis núna í janúar en hann segir erfitt að tjá sig um samninginn.

„Það er erfitt að tjá sig um samninginn. Víkingur og Halmstad eru með samkomulag og það er allt að gerast," segir Birnir og bætir svo við:

„Ég myndi segja að ég sé mjög spenntur fyrir þessu. Það var smá skrítið að fara í landsliðsferðina og maður var þvílíkt spenntur fyrir því. Svo kemur þetta upp og þá gleymdi ég aðeins landsliðsferðinni í augnablik. Það er mikið að gerast og maður hefur verið að hugsa þvílíkt mikið síðustu daga."

Verður helvíti erfitt að kveðja Víking
Birnir er uppalinn í Fjölni og vakti athygli þar sem ungur leikmaður. Hann fór í Val og fann sig ekki alveg á Hlíðarenda. Hann tók svo tvö og hálft tímabil með HK áður en hann fór yfir í Víkingi. Þar tókst honum svo að blómstra á síðasta tímabili en hann segir að það verði mjög erfitt að kveðja Fossvoginn.

„Það verður helvíti erfitt að kveðja Víking. Ferillinn minn fór eiginlega bara á flug eftir að ég fór í Víking. Ég átti samt líka geggjaðan tíma í öðrum félögum sem ég hef verið í. En að kveðja Víking verður mjög svo erfitt," segir Birnir.



„Hvernig Víkingur spilar hentar mér mjög vel og það hefði verið skemmtilegt líka að vera áfram í Víkingi. En þetta sem kom upp er mjög spennandi og mig langaði að skoða það. Það verður helvíti erfitt að kveðja liðsfélagana og þjálfarana sem eiga stóran þátt í þessu og hafa hjálpað mér mikið."

„Þær voru ekki að virka þá en eru að gera það núna"

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hefur haft gríðarlega mikil áhrif á feril Birnis. Hann er þjálfarinn sem hann þurfti á að halda.

„Það er rosalegt sko. Ég á erfitt með að lýsa því," segir hann þegar hann er spurður að því hvernig áhrif Arnar hefur haft á sig. „Hann er algjör toppmaður hvort sem það er tengt fótbolta eða ekki. Hann er með nálgun á fótbolta sem ég beintengi við. Hann nær ótrúlega vel til mín og er með endalaust af pælingum sem maður var sjálfur með þegar ég var yngri. Þær voru ekki að virka þá en eru að gera það núna. Allt sem hann gerir er geggjað."

Er hann ánægður að Arnar verði áfram þjálfari Víkings?

„Já, ég myndi segja það. En hann á það skilið að þjálfa erlendis. Hann er búinn að vinna sér vel inn fyrir því. Hann tekur bara sína ákvörðun en ég held að það muni koma sá tímapunktur þar sem hann þjálfar erlendis."

Er að opna nýjan markað
Arnar kom skemmtilega inn á það í gær að Birnir væri að opna nýjan markað fyrir íslenska fótboltamenn með því að vera að fara út í fyrsta sinn 27 ára. „Ég gæti ekki verið stoltari af honum. Hann er nánast að opna nýjan markað fyrir íslenska leikmenn; hvetjandi fyrir marga leikmenn sem telja að þeir eiga ekki séns á að fara erlendis eftir ákveðinn aldur. Ég er hrikalega stoltur af honum fyrir að hafa náð þessum árangri," sagði Arnar.

Andri Rúnar Bjarnason varð markakóngur með Grindavík 2017 og er hann sennilega síðasta dæmið um leikmann sem fer út í atvinnumennsku 27 ára gamall.

„Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá þetta," segir Birnir. „Ég er búinn að spjalla mikið við Arnar og hann segist vera ótrúlega stoltur af mér. Ég held að það séu ekki margir sem hafa farið erlendis 27 ára gamlir, eins og hann segir. Ég var að lesa þessa frétt áðan og það var mjög skemmtilegt að sjá þetta."

„Ég fer líklega til Svíþjóðar 22. janúar. Það er ekki alveg neglt, það kemur í ljós."

Hann er vongóður um að byggja á síðasta tímabili og halda áfram að sýna stöðugleika í sínum leik. Í skemmtilegu viðtali fyrir tímabilið sagði Birnir að það væri kominn tími á að springa út, sem hann svo gerði. Hann segist vera búinn að þroskast mikið og vonandi eru skemmtilegir tímar framundan.

„Ég er mjög vongóður um það. Auðvitað þarf allt að smella og það gæti tekið smá tíma að komast inn í allt. Hjá Víkingi tók það mig tíma að komast inn í hlutina. Fótboltinn sem Víkingur spilar hentar mér mjög vel og svo kom stöðugleikinn í hverjum einasta leik. Maður er þroskaðri leikmaður en fyrir fimm árum síðan. Ég kann betur á leikinn. Maður er búinn að læra það víst að maður þarf að leggja eins mikið í varnarleikinn og sóknarleikinn," sagði þessi skemmtilegi karakter að lokum.
Athugasemdir
banner
banner