Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fös 12. janúar 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Birni vera að opna nýjan markað fyrir íslenska leikmenn
Ég gæti ekki verið stoltari af honum
Ég gæti ekki verið stoltari af honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í gær.
Á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: KSÍ
Skoraði tólf mörk og lagði upp sjö í deildinni á síðasta tímabili.
Skoraði tólf mörk og lagði upp sjö í deildinni á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á leið til Halmstad.
Á leið til Halmstad.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birnir Snær Ingason er nálægt því að ganga í raðir sænska félagsins Halmstad. Samkomulag er í höfn á milli Víkings og Halmstad og verður hann væntanlega tilkynntur sem nýr leikmaður Halmstad að loknu landsliðsverkefni sem nú er í gangi.

Birnir, sem er 27 ára, var kjörinn besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, átti frábært tímabil og hjálpaði Víkingi að vinna tvennuna. Hann var í kjölfarið valinn í A-landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik annað kvöld þegar Ísland mætir Gvatemala.

Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, í dag og var hann spurður út í Birni.

„Ég gæti ekki verið stoltari af honum. Hann er nánast að opna nýjan markað fyrir íslenska leikmenn; hvetjandi fyrir marga leikmenn sem telja að þeir eiga ekki séns á að fara erlendis eftir ákveðinn aldur. Ég er hrikalega stoltur af honum fyrir að hafa náð þessum árangri," sagði Arnar.

Andri Rúnar Bjarnason varð markakóngur með Grindavík 2017 og er hann sennilega síðasta dæmið um leikmann sem fer út í atvinnumennsku 27 ára gamall.

Hvað finnst þér gerast hjá Birni eftir að hann kom í Víkina?

„Í Víkinni erum við að opna dyr fyrir leikmenn með umgjörð og því sem við erum að bjóða þessum strákum upp á. Svo er það undir þeim komið hver fer inn um dyrnar og hver ekki. Sem betur fer fyrir okkur þá hafa langflestir tekið þessari áskorun. Þú getur verið með frábærar æfingar og liðinu gengið vel, en ef leikmaðurinn er ekki með hugann við þetta og er ekki 'all-in' þá gengur voða lítið. Ég held að hann hafi ákveðið sjálfur, séð að dyrnar væru opnar og hann ætlaði sér að ganga í gegnum þær. Eins og margar sögur í Víkinni sanna þá leiðir það bara til árangurs."

Umtalið um Birni hefur verið á þá leið að hann byggi yfir miklum hæfileikum en skortur væri á stöðugleika.

„Hann fann hann á síðasta tímabili, náði að komast í toppform og fann fyrir trausti. Ég er ekki sammála því að hann hafi átt dapurt tímabil árið á undan, en það vantaði bara stöðugleika, átti fína leiki. Hann kom sér í toppform, byrjaði að skora, sjálfstraustið kom og liðsfélagarnir fóru að treysta honum. Hann varð meiri alhliðaleikmaður, var orðinn sterkari í varnarleiknum og eitt leiddi af öðru einhvern veginn."

Varstu svekktur að ná ekki að halda honum?

„Maður er auðvitað svekktur þannig séð þegar þessir strákar fara út. En maður er rosalega ánægður fyrir þeirra hönd, og líka fyrir klúbbinn. Þetta er mjög gott fyrir klúbbinn, fyrir mig, þjálfarateymið og leikmanninn. Auðvitað er maður svekktur að missa toppleikmenn, en við höfum svo sem tekist á við það áður. Það kemur alltaf maður í manns stað og einhverja hluta vegna verðum við alltaf sterkari fyrir vikið. Ég hef enga trú á öðru en að sú verði raunin núna."

Þegar hann skrifaði undir í sumar, fannst þér þá líklegt að þetta yrði niðurstaðan hálfu ári seinna?

„Það var alltaf möguleiki. Það skiptir engu máli hvort þú skrifar undir samning eða ekki, ef lið hafa áhuga á þér þá er það bara þannig. Það er eins með þjálfara. Það kom áhugi frá úrvalsdeildarliði í Svíþjóð og því fór sem fór," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner