Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
   sun 14. apríl 2024 17:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við áttum ekki séns," sagði Mikael Nikulásson þjálfari KFA eftir 5-1 tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 KFA

„Mættum sennilega einu besta liði á Íslandi í dag að mínu mati. Þeir sýndu það á undirbúningstímabilinu. Þetta er frábært lið sem Siggi er búinn að búa til. Við mættum laskaðir, nýkomnir frá Spáni og búnir að æfa stíft," sagði Mikael.

„Við megum ekki við því þegar lið stillir upp sínu sterkasta liði á móti okkur. Þeir eru með betra lið en við, enda deild ofar og mér finnst líklegt að þeir vinni þá deild," sagði Mikael.

„Samt sem áður vorum við slakir í þessum leik, vorum þungir og hægir. Ég get sjálfum mér um kennt með þessa æfingaviku út á Spáni. Vonandi skila þær sér þegar Íslandsmótið hefst," sagði Mikael.

„Fannst þeir vera litlir"

„Ég er ekki ánægður með liðið, ánægður með vissa menn. Mér fannst þeir vera litlir. Við vorum nálægt því að fara upp í fyrra en þetta er munurinn, þetta er eitt besta ef ekki besta lið 1. deildar, alveg klárt," sagði Mikael.

MIklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KFA í vetur.

„Þetta eru mikið til ungir leikmenn og útlendingarnir komu seint, þeir voru ekkert sérstakir í dag en þetta er ágætis áminning fyrir menn. Ef menn vilja fara upp úr 2. deild í sumar og halda áfram í KFA þá þurfa menn að horfa á þennan leik hvað þeir þurfa að bæta, þetta var alltof auðvelt fyrir Þórsarana í dag," sagði Mikael.

VIðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner