Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 01. júlí 2013 11:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Örvar Sær kallaður úr stúkunni: Vildi tan og fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar Sær Gíslason dómari var meðal áhorfenda í Árbænum í gær þar sem Fylkir og KR áttust við. Þegar Valgeir Valgeirsson, sem dæmdi leikinn, meiddist var Örvar kallaður úr stúkunni og kláraði leikinn.

„KSÍ gerir breytingu á liði sínu..." tilkynnti vallarþulurinn í Árbænum þegar dómaraskiptin áttu sér stað.

„Ég var bara að horfa á leikinn. Ég vildi ekki vera í Laugardalnum og sitja í skugga. Ég vildi fá sól. Tan og fótbolti, er það ekki fínt?" sagði Örvar Sær í samtali við Vísi.is í morgun.

Örvar var ekki með neinn búnað með sér. „Ég var bara með Ray Ban- sólgleraugu," sagði Örvar sem fékk dómarabúninginn og skóna sem Valgeir klæddist,

„Ég hef aldrei lent í þessu áður og þetta var mjög skrítið. Um leið og Valgeir lagðist niður hugsaði ég: 'Andskotinn, ég hefði átt að fá mér bara einn hamborgara í kvöldmat.' Þetta slapp samt allt."

Örvar þótti standa sig vel eftir að hafa tekið við flautunni og sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, að þetta hefði verið besta skipting leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner