Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 24. september 2014 14:05
Magnús Már Einarsson
Bestur í 20. umferð: Skórnir fara að rifna
Leikmaður 20. umferðar - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta voru góðir þrír punktar og það var fínt að ná loksins að vinna leik," sagði Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 20. umferðar í Pepsi-deildinni.

Árni skoraði þrennu í 4-1 sigri Blika á Víkingi um helgina en sigurinn kom liðinu upp í 7. sæti deildarinnar.

,,Tölfræðilega séð er ekki mikill möguleiki á að við föllum en það er stutt upp og við viljum vinna síðustu tvo leikina og enda eins ofarlega og hægt er."

Blikar hafa gert tólf jafntefli í tuttugu leikjum í sumar sem er ótrúleg tölfræði. ,,Við erum komnir með Íslandsmetið í þessu. Það er hægt að fagna því þegar tímabilið er búið," sagði Árni léttur í bragði. ,,Það var sætt að vinna loksins leik og það var gaman að gera það á þennan hátt."

Árni skoraði þrennuna í skóm frá félaga sínum Viktori Unnari Illugasyni í HK.

,,Völlurinn var blautur og ég fékk lánaða skó hjá honum. Hann lofaði því að það væru mörk í þessum skóm og hann laug því ekki," sagði Árni sem reiknar ekki endilega með því að spila fleiri leiki í skónum.

,,Ég er ekkert að stóla of mikið á þessa skó. Þeir fara að rifna og það er lítið eftir í þeim. Ég þarf að finna mér einhverja nýja sjálfur."

Árni er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk og hann er ánægður með uppskeru sumarsins hingað til.

,,Ég get þakkað Gumma Ben fyrir það. Við vorum mikið að skjóta í vetur og stefnan var sett á tíu mörk. Ég hef aldrei náð því áður. Núna setur maður sér nýtt markmið fyrir síðustu tvo leikina. Ég hefði samt viljað gera aðeins meira fyrir liðið og hjálpa því að vinna aðeins fleiri leiki."

Árni hefur einnig verið viðloðandi U21 árs landsliðið sem á leiki framundan gegn Dönum í umspili um sæti á EM í næsta mánuði.

,,Það verður gaman að halda áfram í því verkefni ef maður verður valinn. Við erum komnir í umspil á móti góðu liði. Við erum líka með gott lið og ættum allavega að geta uninið þá heima. Við höfum líka staðið okkur vel úti eins og á móti Frakklandi og þetta er spennandi verkefni," sagði Árni að lokum.



Sjá einnig:
Leikmaður 19. umferðar - Kassim Doumbia (FH)
Leikmaður 18. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 17. umferðar - Ólafur Páll Snorrason (FH)
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner