Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 10. september 2016 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Manchester City vann grannaslaginn á Old Trafford
Iheanacho fagnar hér marki sínu
Iheanacho fagnar hér marki sínu
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 2 Manchester City
0-1 Kevin de Bruyne ('15 )
0-2 Kelechi Iheanacho ('36 )
1-2 Zlatan Ibrahimovic ('42 )

Manchester-borg er blá eftir sigur City á United í grannaslagnum sem fram fór á Old Trafford í hádeginu í dag. Leikurinn var frábær skemmtun, en svo fór að lokum City hafði betur í grannaslag Pep Guardiola með liðið.

Manchester City byrjaði leikinn miklu betur og fyrsta markið var þeirra. Það gerði Belginn Kevin de Bruyne eftir að korter var búið af leiknum, en markið kom eftir slakan varnarleik hjá Daley Blind og Eric Bailly.

City-menn efldust bara við þetta og tæpum 20 mínútum síðar bætti Nígeríumaðurinn Kelechi Iheanacho öðru marki. Hann fylgdi á eftir skoti Kevin de Bruyne sem hafði farið í stöngina.

United náði þó að minnka muninn áður en Mark Clattenburg flautaði til hálfleiks. Eftir aukaspyrnu fór Claudio Bravo í skógarhlaup og upp úr því tók Zlatan boltann laglega á loft og skilaði honum í netið. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Manchester City.

Jose Mourinho, stjóri United, gerði tvær breytingar í hálfleik og það gaf liðinu kraft. United reyndu hvað þeir gátu að jafna, en það tókst ekki og lokatölur urðu 2-1 fyrir City, sem eru enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. United er með níu stig eftir tapið í dag.
Athugasemdir
banner
banner