Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 12. janúar 2017 16:27
Elvar Geir Magnússon
Atli Eðvalds gæti tekið við liði í Færeyjum
Er Atli Eðvaldsson að taka við liði í Færeyjum?
Er Atli Eðvaldsson að taka við liði í Færeyjum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyskir fjölmiðlar segj að Atli Eðvaldsson sé í viðræðum við TB/FCS/Royn í færeysku úrvalsdeildinni.

Um er að ræða nýtt félag sem varð til með sameiningu TB, FC Suðuroy og Royn.

Forráðamenn félagsins hafa verið í viðræðum við nokkra þjálfara, þar á meðal Danann Jesper Tollefsen sem hefur þjálfað Reykjavíkurliðin Leikni og Víking. Tollefsen var þó ekki tilbúinn að koma til Færeyja.

Atli stýrði íslenska landsliðinu 1999-2003 en sem leikmaður lék hann 70 landsleiki.

Sem þjálfari gerði hann KR að Íslandsmeisturum 1999 en einnig hefur hann þjálfað Fylki, Þrótt, Val og Reyni Sandgerði.

Hann var síðast þjálfari Aftureldingar hér á landi sumarið 2014 en kláraði ekki tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner