Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 12. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Þessi er á leið í ensku úrvalsdeildina
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum fótboltaáhugamönnum á óvart að sjá portúgalska miðjumanninn Ruben Neves semja við Wolves, lið í næst efstu deild Englands síðasta sumar.

Neves er virkilega hæfileikaríkur miðjumaður. Hann er tiltölulega nýorðinn 21 árs en árið 2015 varð hann yngsti fyrirliði í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann var með bandið í sigri Porto á Maccabi Tel Aviv.

Búist var við því að Neves myndi fara í stærri klúbb en hann valdi að ganga í raðir Wolves sem er í næst efstu deild.

Wolves mun þó væntanlega ekki leika mikið lengur í næst efstu deild því liðið er á leið upp í úrvalsdeildina. Wolves er með 11 stiga forystu á toppi Championship-deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Ef Cardiff, sem er í augnablikinu í þriðja sæti, vinnur leikinn sem þeir eiga inni verður munurinn níu stig á toppnum.

Úlfarnir eiga Neves mikið að þakka en hann hefur verið virkilega góður á tímabilinu. Hann hefur skorað sex mörk í deildinni en þau hafa öll komið fyrir utan teig. Ekkert af þessum sex mörkum er þó glæsilegra en markið sem hann gerði í gær, í 2-0 sigri gegn Derby.

Öll mörk hans á tímabilinu má sjá hér að neðan en það verður spenanndi að fylgjast með honum í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, þ.e.a.s. ef Wolves fer upp eins og mjög miklar líkur eru á.







Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 45 30 5 10 86 39 +47 95
2 Leeds 45 27 9 9 80 41 +39 90
3 Ipswich Town 44 26 12 6 88 56 +32 90
4 Southampton 45 25 9 11 85 62 +23 84
5 Norwich 45 21 10 14 79 63 +16 73
6 West Brom 45 20 12 13 67 47 +20 72
7 Hull City 45 19 13 13 68 59 +9 70
8 Middlesbrough 45 19 9 17 68 61 +7 66
9 Coventry 44 17 13 14 68 55 +13 64
10 Preston NE 45 18 10 17 56 61 -5 64
11 Bristol City 45 17 11 17 53 47 +6 62
12 Cardiff City 45 19 5 21 51 65 -14 62
13 Swansea 45 15 12 18 59 64 -5 57
14 Watford 45 13 17 15 60 58 +2 56
15 Sunderland 45 16 8 21 52 52 0 56
16 Millwall 45 15 11 19 44 55 -11 56
17 QPR 45 14 11 20 45 57 -12 53
18 Stoke City 45 14 11 20 45 60 -15 53
19 Blackburn 45 13 11 21 58 74 -16 50
20 Sheff Wed 45 14 8 23 42 68 -26 50
21 Plymouth 45 12 12 21 58 70 -12 48
22 Birmingham 45 12 11 22 49 65 -16 47
23 Huddersfield 45 9 18 18 48 75 -27 45
24 Rotherham 45 4 12 29 32 87 -55 24
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner