Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 09. júlí 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Bendtner með gegn Val - Tekinn út af til öryggis um helgina
Nicklas Bendtner framherji Rosenborg.
Nicklas Bendtner framherji Rosenborg.
Mynd: Getty Images
Danski framherjinn Nicklas Bendtner verður klár í slaginn þegar Rosenborg heimsækir Val í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld.

Bendtner fór ekki með danska landsliðinu á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Um helgina var Bendtner í byrjunarliði gegn Tromsö í norsku úrvalsdeildinni en hann var tekinn af velli í hálfleik vegna smávægilegra meiðsla á nára.

„Þetta var varúðarráðstöfun þegar við tókum hann af velli gegn Tromsö," sagði Kåre Ingebrigtsen þjálfari Rosenborg.

„Hann var tilbúinn að spila ef við hefðum sagt honum að gera það en við tókum hann af velli til öryggis. Þetta var í góðu lagi."

Bendtner æfði með Rosenborg í dag og verður að öllum líkindum með liðinu í leiknum á Origo vellinum á miðvikudagskvöld.

Sjá einnig:
Forsala hafin á leik Vals og Rosenborg
Athugasemdir
banner
banner
banner