Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. júlí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Forsala hafin á leik Vals og Rosenborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forsala er hafin fyrir leik Vals og Rosenborg í Meistaradeildinni en liðin mætast á Origo vellinum klukkan 20:00 á miðvikudagskvöld.

Forsölunni lýkur á miðnætti fyrir leik. Miðaverð í forsölu 1.500 kr. en 2.500 á leikdegi.

Hægt er að kaupa miða á netinu, Einnig er hægt að koma skrifstofu Vals á milli 9-17 mánudag og þriðjudag.

„Við þjálfararnir eru aðeins búnir að skoða þá og förum í að undirbúa okkur undir þetta núna. Þetta verður spennandi, skemmtilegt og erfitt," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, um norsku meistarana í Rosenborg.

Á meðal leikmanna Rosenborg eru Nicklas Bendtner fyrrum framherji Arsenal og Matthías Vilhjálmsson.

„Fólk hlýtur að koma og sjá leikinn. Rosenborg er eitt af stærstu liðunum á Norðurlöndunum og það er spennandi að mæta þeim. Það er engin spurning."

Á leikdegi opnar Fjósið opnar kl 16:00 og þar er hægt að horfa á undanúrslit á HM sem byrjar kl 18:00
Óli Jó: Ekki okkar besti leikur - Sáttur með stigið
Athugasemdir
banner