Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 27. júlí 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
David Silva tjáir sig um son sinn: Erfiðustu mánuðir lífs míns
David Silva og sonur ásamt lækni á sjúkrahúsinu í Valencia.
David Silva og sonur ásamt lækni á sjúkrahúsinu í Valencia.
Mynd: Twitter
Mynd: Twitter
David Silva, leikmaður Manchester City, hefur komið fram í viðtali og sagt frá erfiðasta ári lífs síns. City sýndi honum ómetanlegan stuðning þegar sonur hans Mateo fæddist löngu fyrir tímann í desember síðastliðnum og barðist fyrir lífi sínu

Þessi magnaði fótboltamaður notaði næstu fimm mánuði í að fljúga á milli Manchester og Valencia þar sem Mateo litli var á sjúkrahúsi.

„Það er of snemmt að segja að allt sé í lagi með Mateo. En góðu fréttirnar eru þær að hann er alltaf að styrkjast," segir Silva.

„Hann þarf að halda áfram að fara í skoðanir en nú getum við allavega eitthvað farið að hugsa um framtíðina. Fyrstu mánuðirnir eftir að hann fæddist voru þeir erfiðustu sem ég hef upplifað. Þú býst ekki við því að þurfa að horfa á barnið þitt berjast fyrir lífi sínu."

„Þetta voru klikkaðir mánuðir og þegar maður horfir til baka skilur maður ekki hvernig maður höndlaði þetta. Ég treysti á styrk kærustu minnar og fjölskyldu en einnig liðsfélaga og félagsins. Að sjá styrkinn í Mateo gaf manni líka mikið."

„Ég flaug milli Englands og Spánar og reyndi að vera með syni mínum ásamt því að spila fyrir Manchester City. Andlega var þetta mjögt erfitt," segir Silva.

Hann segir að Manchester City hafi gefið sér allt frjálsræði og stuðning sem til var.

„Pep sagði við mig að ekkert væri mikilvægara en fjölskyldan. Hann sagði mér að taka þann tíma sem ég þyrfti til að hugsa um son minn, fjölskylduna og mig sjálfan.".

Silva hefur verið hjá Manchester City síðan 2010 en þessi 32 ára leikmaður spilaði áður með Valencia. Hann hefur ákveðið að fara annað 2020 þegar samningur hans við City rennur út.

„Ég veit ekki hvert ég mun fara. Ég veit bara að ég fer ekki í annað lið á Englandi því ég gæti aldrei spilað gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Það eina sem ég get sagt er að ég mun vera í burtu frá rigningunni!" segir Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner