Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 01. ágúst 2018 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Heimir ekki á lista Goal yfir kandídata í bandaríska starfið
Heimir náði mögnuðum árangri með íslenska landsliðið.
Heimir náði mögnuðum árangri með íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Earnie Stewart er mættur í starf framkvæmdastjóra hjá bandaríska knattspyrnusambandinu og er honum falið það verkefni að ráða nýjan landsliðsþjálfara.

Bruce Arena mistókst að koma Bandaríkjunum á HM og fékk hann ekki að halda áfram í sínu starfi.

Starfið hefur verið laust frá því í október. Enn hefur ekki fundist landsliðsþjálfari, en þar sem Stewart, sem var áður í starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Philadelphia Union, er mættur til starfa virðast loksins eitthvað vera að fara að gerast í þjálfaramálunum.

Ives Galarcep, blaðamaður hjá Goal.com, ákvað því að birta lista yfir þjálfara sem líklegastir eru til að taka við Bandaríkjunum.

Hann telur að Juan Carlos Osorio, fyrrum landsliðsþjálfari Mexíkó, sé líklegstur í starfið. Hann nefnir líka nokkra bandaríska þjálfara sem hann telur að geti þróað næstu kynslóð bandarískra landsliðsmanna.

Þjálfararnir sem nefnir eru í fréttinni eru: Juan Carlos Osorio, Gregg Berhalter, Peter Vermes, Tab Ramos, Greg Vanney, Tata Martino, Bob Bradley, Carlos Queiroz, Louis van Gaal, Michael O'Neill.

Þjálfarar eins og Queiroz, Van Gaal og Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, er nefndir en enginn Heimir Hallgrímsson er á listanum,

Heimir hætti með íslenska landsliðið á dögunum eftir að hafa náð mögnuðum árangri á síðustu sjö árum. Hann kom Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumót og í fyrsta sinn á Heimsmeistaramót. Hann er laus og hefur sannað sig sem landsliðsþjálfari. Roger Bennett, annar stjórnandi spjallþáttarins bandaríska Men in Blazers sagði frá því á Twitter eftir að Heimir hætti með Ísland að hann vildi flytja til Bandaríkjanna, en samt er Heimir ekki nefndur í þessari frétt hjá Goal.

Heimir var í vikunni orðaður við Basel.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner