Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 28. nóvember 2018 13:46
Elvar Geir Magnússon
Guardiola heillaðist af leikmanni Lyon - Spjallaði við hann eftir leik
Guardiola er hrifinn af Houssem Aouar.
Guardiola er hrifinn af Houssem Aouar.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósar miðjumanni Lyon, Houssem Aouar, í hástert eftir jafntefli liðanna í Meistaradeildinni í gær.

Guardiola fór sérstaklega upp að þessum tvítuga leikmanni eftir leik til að óska honum til hamingju með frammistöðuna.

Eftir leikinn sagði Guardiola við fjölmiðla að Frakkland ætti marga hæfileikaríka leikmenn.

„Ég var mjög hrifinn af hæfileikum Maxwel Cornet. Aouar er ótrúelgur og Tanguy Ndombele er mjög þroskaður leikmaður. Það er gaman að keppa í Meistaradeildinni því þar eru mikil gæði út um allt," sagði Guardiola.

Cornet, sem er 22 ára, skoraði bæði mörk Lyon í leiknum í gær. Ndombele er 21 árs miðjumaður sem líkt hefur verið við N'Golo Kante. Tottenham, Everton, Arsenal, Liverpool , PSG, Juventus og Barcelona eru öll sögð hafa nafn Ndombele á borði sínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner