Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
   lau 08. desember 2018 13:54
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar ánægður með sigurinn - Vonast til að landa Elmari
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var ánægður með sigur sinna manna í úrslitaleik Bose-mótsins í dag.

KR lenti tveimur mörkum undir í Fífunni en kom til baka í síðari hálfleik og náði að jafna leikinn. Því var gripið til vítaspyrnukeppni sem virtist engan endi ætla að taka og lauk með 8-9 sigri KR.

„Við snerum leiknum við eftir að hafa verið undir og ég er mjög ánægður með að við skildum hafa unnið þetta síðan í vítakeppninni," sagði Rúnar við Fótbolta.net að leikslokum.

„Þetta voru mjög góð víti og kannski ekki mikið við markmennina að sakast. Það voru held ég tíu víti tekin þarna, það var alveg að koma að okkur á bekknum. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort Beitir myndi þurfa að taka víti."

Rúnar hrósaði Bose-mótinu í hástert og talaði um Theódór Elmar Bjarnason sem spilaði með KR í mótinu og gæti verið á leið til félagsins.

„Ef við verðum svo heppnir að landa honum og fá að halda honum hér í KR þá er gott að hann sé búinn að kynnast aðeins strákunum. Hann fær að sjá fyrir hvað við stöndum og hvað við erum að gera. Það vonandi vekur hans áhuga á því að vera hjá okkur áfram.

„Hann vill vera hjá okkur en auðvitað skilur maður það mjög vel að hann er bara 31 árs og á nóg eftir. Auðvitað vill hann vera erlendis og spila fótbolta, ég skil það vel."


Rúnar bætti því við að KR sé ekki að leita að nýjum leikmönnum og að koma Elmars til félagsins væri bónus.
Athugasemdir
banner
banner