Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 02. janúar 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Özil: Hann elskar Arsenal
Mynd: Getty Images
„Ég vil helst ekki tala opinberlega um stöðu Mesut en eftir þær sögusagnir sem hafa verið í gangi þá tel ég það mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna," segir umboðsmaður Mesut Özil, leikmanns Arsenal, í viðtali við Goal.com.

Í viðtalinu greinir Dr. Erkut Sogut, umboðsmaður Özil, frá því að skjólstæðingur sinn sé ekki að fara neitt.

Hinn þrítugi Özil er með samning við Arsenal til 2021 og ætlar að klára samning sinn og vera jafnvel lengur.

„Mesut skrifaði undir nýjan samning í janúar vegna þess að hann sá framtíð hjá félaginu og ekkert hefur breyst í þeim efnum. Hann vill klára samning sinn og vera jafnvel lengur en það."

„Mesut er 100% einbeittur á Arsenal. Hann elskar félagið og vill ekki vera á neinum öðrum stað."

Özil hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal vegna meiðsla. Hann gæti snúið aftur gegn Blackpool í deildabikarnum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner