Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Drullusama um skoðanir fólks - „Ég er þjálfarinn“
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni fyrir meðferð hans á franska sóknarmanninum Kylian Mbappe.

Mbappe, sem er 25 ára gamall, hefur aðeins tekið 90 mínútna leik einu sinni í síðustu sjö deildarleikjum.

Enrique hefur verið að taka upp á því að taka hann af velli og það einnig í stórum leikjum — Mbappe ekki til mikillar hamingju.

Í gær var hann tekinn af velli á 65. mínútu er PSG var 1-0 yfir gegn Marseille í stórslag franska boltans og ranghvolfdi Frakkinn augunum þegar hann sá treyjunúmer sitt á skilti dómarans.

„Er fólk ekki sammála ákvörðunum mínum? Mér er drullusama. Það er sama sagan í hverri viku, alltaf það sama og það er orðið frekar þreytt. Ég er þjálfarinn og það er ég sem tek þessar ákvarðanir í hveri viku. Ég geri mitt besta fyrir PSG og mun gera það fram að mínum síðasta degi í París,“ sagði Enrique.

Spánverjinn hefur áður tjáð sig um það af hverju hann er að taka Mbappe af velli en hann segist vera að undirbúa liðið fyrir framtíð án Mbappe. Sóknarmaðurinn verður samningslaus í sumar og hafa fjölmargir miðlar greint frá því að hann sé þegar búinn að semja við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner