Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Augnablik og ÍH örugglega áfram
Rúnar Ingi Eysteinsson ásamt Arnari Laufdal Arnarssyni og Viktori Elmari Gautasyni
Rúnar Ingi Eysteinsson ásamt Arnari Laufdal Arnarssyni og Viktori Elmari Gautasyni
Mynd: Augnablik

Mjólkurbikarinn hóf göngu sína í dag þetta tímabilið en Augnablik og ÍH fóru örugglega áfram.


Augnablik fékk Álftanes í heimsókn í Fífuna fyrr í dag en heimamenn voru með góða forystu í hálfleik.

Rúnar Ingi Eysteinsson skoraði fjögur mörk fyrir liðið en hann skoraði sjötta mark Augnabliks úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik. Ísak Óli Ólafsson klóraði í bakkann fyrir Álftanes undir lokinn áður en Hrannar Bogi Jónsson negldi síðasta naglann í kistu Álftnesinga.

Léttir og ÍH mættust í ÍR vellinum í kvöld en það var boðið upp á markaveislu. Staðan var orðin 5-2 ÍH í vil í hálfleik en Bergþór Snær Gunnarsson bætti tveimur mörkum við fyrir ÍH í þeim síðari. Bæði lið voru bæði búin að missa mann af velli með rautt spjald undir lok leiksins.

Umferðin heldur áfram á fimmtudaginn með fimm leikjum en í næstu umferð mætir Augnablök annað hvort SR eða Kormáki/Hvöt á meðan ÍH leikur gegn Ými eða Þorláki.

Augnablik 7 - 1 Álftanes
1-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('3 )
2-0 Halldór Atli Kristjánsson ('9 )
3-0 Freyr Snorrason ('21 )
4-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('26 )
5-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('32 )
6-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('66 , Mark úr víti)
6-1 Ísak Óli Ólafsson ('81 )
7-1 Hrannar Bogi Jónsson ('90 )

Léttir 2 - 7 ÍH
0-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('8 )
0-2 Dagur Óli Grétarsson ('23 )
0-3 Dagur Óli Grétarsson ('25 )
1-3 Viktor Axel Matthíasson ('32 )
2-3 Kristján Jóhannesson ('33 )
2-4 Gísli Þröstur Kristjánsson ('39 )
2-5 Arnar Sigþórsson ('40 )
2-6 Bergþór Snær Gunnarsson ('69 )
2-7 Bergþór Snær Gunnarsson ('76 )
Rautt spjald: ,Anton Ingi Sigurðarson , ÍH ('55)Arnar Máni Ingimundarson , Léttir ('73)


Athugasemdir
banner