Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
   fös 01. október 2021 12:36
Brynjar Ingi Erluson
Kyle McLagan: Símtalið frá Kára spilaði stóra rullu
Víkingar kynntu Kyle McLagan í dag
Víkingar kynntu Kyle McLagan í dag
Mynd: Sverrir Örn Einarsson
Kári Árnason hringdi í Kyle og sannfærði hann um að koma
Kári Árnason hringdi í Kyle og sannfærði hann um að koma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle þakkar Frömurum fyrir tímann í Safamýrinni
Kyle þakkar Frömurum fyrir tímann í Safamýrinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking R. en hann kemur á frjálsri sölu frá Fram.

McLagan, sem er 25 ára gamall, var í liði ársins í Lengjudeildinni er Fram vann deildina með miklum yfirburðum. Hann var gríðarlega mikilvægur hlekkur í vörninni þar sem liðið tapaði ekki leik í allt sumar.

Samningur hans við Fram var út tímabilið en hann ákvað að framlengja ekki samninginn og stökk á það tækifæri að skrifa undir hjá Íslandsmeisturunum.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri að skrifa undir hjá Íslandsmeisturunum. Þetta risatækifæri og spennandi að spila í Evrópu og vonandi vinna þeir bikarinn og vinna tvöfald en það er ekkert nema spenna frá minni hlið," sagði McLagan við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig, Síðustu vikur hafa verið mjög stressandi í því að ákveða besta skrefið fyrir mig en þegar Íslandsmeistararnir vilja fá mann þá er rökrétt að taka þetta skref."

Símtal frá Kára spilaði stórt hlutverk

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen hætta eftir þetta tímabil og því erfitt að fylla þau skörð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var fljótur að bregðast við með að fá Kyle en Kári, sem tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála, átti stóran þátt í að fá hann.

„Taktíkin sem Arnar spilar og hvernig hann sá fyrir sér að nota mig var fræðandi og það spilaði stórt hlutverk þegar Kári (Árnason) hringdi í mig. Það var spennandi og tækifærið að læra af honum, sem hefur afrekað svo margt á ferlinum. Þessi blanda gerði mig spenntan fyrir verkefninu og að horfa fram veginn og verja titilinn."

„Fólk hefur sagt að þar sem Kári og Sölvi eru að hætta þá gæti það haft skaðleg áhrif á félagið og fólk telur það vera neikvætt en ég kem inn til að sýna að ég get spilað á þessu stigi og lært af Kára, þetta er spennandi tækifærið og ég er hrifinn af áskorunum. Ég sé þetta öðruvísi en fjölmiðlar og aðrir en ég sé þetta sem frábært tækifæri og ég ætla að byrja þetta af krafti."

„Ég er baráttumaður, sigurvegari og mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég hef séð Kára og Sölva spila án þess að geta talað eitthvað um ferilinn þeirra. Ég er ungur, spenntur og hungraður og vill vinna. Það er ástæðan fyrir að ég er hér og ég er hér til að spila á hæsta stigi og vera besta útgáfan af sjálfum mér."


„Hluti af hjarta mínu á heima í Fram"

Kyle vildi senda kveðju á Fram, félagið sem gaf honum tækifæri, en hann vonar að þeir fyrirgefi honum þetta. Hann óskar þeim góðs gengis í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili.

„Hluti af hjarta mínu á heima í Fram og verður alltaf. Stuðningsmennirnir, leikmennirnir og þjálfaraliðið bauð mig velkomnan og mér leið heima þarna. Mér fannst þetta hins vegar vera rétta skrefið og tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Fram fær alla mína ást og vonandi eiga þeir gott tímabil líka og ekkert slæmt um það að segja. Sumir skilja ekki þetta skref en ég taldi þetta vera best fyrir mig og vonandi virða þeir það og vonandi þykir þeim enn vænt um mig," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner