Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 02. apríl 2024 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn á ný fær Leifur nýjan félaga - „Virkilega spennandi leikmaður"
Þorsteinn Aron Antonsson.
Þorsteinn Aron Antonsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Leifur Andri Leifsson.
Leifur Andri Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, fær enn eitt tímabilið nýjan félaga með sér í vörnina hjá HK. Hinn bráðefnilegi Þorsteinn Aron Antonsson er mættur í Kórinn og mun spila með HK á láni frá Val á komandi keppnistímabili.

„Það eru fastir liðir á hverju ári að Leifur Andri fær nýjan hafsent með sér til að skóla," sagði íþróttafréttamaðurinn Andri Már Eggertsson í hlaðvarpi um HK á dögunum.

„Maður er gríðarlega spenntur fyrir Þorsteini, að sjá hvernig hann kemur inn í þetta."

Leifur spilaði með Brasilíumanninum Bruno Soares þegar HK fór upp í Bestu deildina fyrir tveimur árum og svo sýrlenska Svíanum Ahmad Faqa í fyrra.

„Þetta eru ólíkir menn. Það var alveg vitað að Bruno gæti ekki verið með HK í Bestu deildinni því hann er svo trúaður og getur ekki spilað á sunnudögum. Ég er ekki einu sinni að grínast en hann er toppmaður," sagði Andri.

Leifur Andri var sjálfur í viðtali í þættinum og var hann spurður út í Þorstein Aron.

„Mér líst hrikalega vel á hann. Ég hafði ekki séð mikið af honum áður en hann kom til okkar. Það kom mér virkilega á óvart hversu öflugur leikmaður hann er á þessum aldri. Þetta er oft staða sem reynslan skiptir einhverju máli en hann er virkilega spennandi leikmaður og ég hlakka mikið til að sjá hann í sumar," sagði Leifur en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner