Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 02. apríl 2024 08:15
Elvar Geir Magnússon
Erfitt að hafna risatilboðum Arsenal og Tottenham í Isak
Powerade
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Gibbs-White.
Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Gibbs-White.
Mynd: Getty Images
Pellistri.
Pellistri.
Mynd: Getty Images
Isak, Gibbs-White, Onana, Phillips, Evanilson, James, Neymar. Páskarnir að baki og nú tekur alvaran við!

Arsenal og Tottenham gætu gert stór tilboð í sænska sóknarmanninn Alexander Isak (24). Newcastle vill ekki selja leikmanninn en gæti neyðst til þess til að standast fjárhagsreglur. (Sun)

Tottenham og Newcastle hefur verið sagt að þau þurfi að borga meira en 50 milljónir punda ef þau vilja kaupa Morgan Gibbs-White (24) frá Nottingham Forest. (Football Insider)

West Ham þarf að borga að minnsta kosti 60 milljónir punda til að fá belgíska miðjumanninn Amadou Onana (22) frá Everton. (Football Insider)

Manchester City mun væntanlega setja enska miðjumanninn Kalvin Phillips (28) á sölulista í sumar með 30 milljóna punda verðmiða. (Mail)

Njósnarar frá Arsenal og Newcastle sendu njósnara til að fylgjast með portúgalska sóknarmanninum Evanilson (24) hjá Porto um helgina. Bæði félög hafa fylgst með liðsfélaga hans, argentínska miðjumaninnum Alan Varela (22), á þessu tímabili. (HITC)

Roberto De Zerbi stjóri Brighton er meðal stjóra sem eru á blaði Bayern München yfir kosti til að taka við af Thomas Tuchel. (Times)

Liverpool, Tottenham og AC Milan eru að fara að berjast um enska varnarmanninn Tosin Adarabioyo (26) hjá Fulham en hann verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumar. (Sun)

Úrúgvæski vængmaðurinn Facundo Pellistri (22) gæti yfirgefið Manchester United í sumar en honum hefur mistekist að brjóta sér leið inn í aðalliðið síðan hann kom til Old Trafford 2020. (Mirror)

Real Madrid skoðar möguleika á því að fá enska hægri bakvörðinn Reece James (24) frá Chelsea en hann á fjögur ár eftir af samningi sínum. (Fichajes)

Plymouth Argyle íhugar að ráða Neil Warnock til bráðabirgða eftir að Ian Foster var rekinn. Félagið vill fá mann sem getur forðað liðinu frá falli en það er aðeins einu stigi og einu sæti frá fallsæti í Championship-deildinni. (Sun)

Búist er við því að spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso (33) yfirgefi Barcelona á frjálsri sölu í sumar. Spænski bakvörðurinn Sergi Roberto gæti einnig farið frítt. (Fabrizio Romano)

Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar (32) hyggst snúa aftur heim til Brasilíu og ganga í raðir Santos 2025, þegar samningur hans við Al-Hilal í Sádi-Arabíu rennur út. (Goal)

Barcelona hefur hætt við áætlanir um að reyna að fá Estevao Willian (16) frá Palmeiras í Brasilíu. Ungstirnið hefur verið kallað 'Messinho' og er á óskalistum Chelsea og Paris St-Germain. (Sport)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Franco Mastantuono (16), bráðefnilegan miðjumann River Plate í Argentínu. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner