Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 02. apríl 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inter stendur með Acerbi - „Góður maður"
Mynd: EPA
Juan Jesus, varnarmaður Napoli sakaði Francesco Acerbi varnarmann Inter um rasisma í leik liðanna á dögunum. Aðstoðarþjálfari Inter tjáði sig um málið í gær.

Simone Inzaghi stýrði Inter í 150. sinn þegar liðið vann 2-0 sigur á Lecce í gær og vann sinn 100. leik. Hann var gríðarlega ánægður með sigurinn enda mætti hann ekki í viðtal þar sem hann hafði misst röddina í leiknum.

Hann sendi því Massimiliano Farris, aðstoðarmann sinn í viðtal. Acerbi var í byrjunarliðinu en Farris var spurður út í andlegt ástand varnarmannsins.

„Stjórinn tekur endanlega ákvörðun. Acerbi mætti aftur eftir stormasama daga og þegar hann sagði að hann hafi alls ekki verið með rasisma stóðum við með honum," sagði Farris

„Ég vil líka segja að ég hef þekkt hann síðan hann var hjá Lazio, hann er góður maður og er allt annað en rasisti. Þetta var hræðilegt atvik, við vonum að þetta sé búið og við getum farið að tala um fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner