Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso um tap Bayern: Eins og tveir sigrar á einum degi
Mynd: EPA

Leverkusen er með 13 stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir en Bayern missteig sig um helgina gegn Dortmund.


Leiknum lauk með 2-0 sigri Dortmund en fyrr um daginn vann Leverkusen ótrúlegan endurkomusigur á Hoffenheim.

Leverkusen mætir Dusseldorf í undanúrslitum þýska bikarsins í kvöld en Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður Dusseldorf. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi fyrir leikinn í dag hvort hann hafi fylgst með leik Bayern gegn Dortmund.

„Auðvitað horfði ég á leikinn. Þetta var eins og tveir sigrar á einum degi fyrir okkur. Við erum núna með mikið forskot og staðan orðin betri. Einum leik minna og þrjú fleiri stig," sagði Alonso.


Athugasemdir
banner
banner
banner