Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta ánægður hjá Arsenal - Engar viðræður í gangi
Mynd: Getty Images

Mikel Arteta stjóri Arsenal er ekkert að stressa sig á því að skrifa undir nýjan samning við félagið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum.


Arteta hefur náð frábærum árangri með liðið en Arsenal situr í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðinu mistókst að endurheimta toppsætið um helgina þegar liðið gerði jafntefli gegn Man City.

Arsenal fær Luton í heimsókn á morgun en hann var spurður í aðdraganda leiksins hvort viðræður væru í gangi um nýjan samning. Hann svaraði því neitandi.

„Ég er mjög ánægður. Ég á enn eitt ár eftir af samningnum mínum, það er langur tími í fótbolta. Leikmennirnir eru ánægður, félagið er ánægt. Ekkert vandamál," sagði Arteta.


Athugasemdir
banner
banner