Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man City og Aston Villa: De Bruyne og Haaland á bekknum
Erling Braut Haaland og Kevin De Bruyne byrja á bekknum gegn einu sterkasta liði deildarinnar
Erling Braut Haaland og Kevin De Bruyne byrja á bekknum gegn einu sterkasta liði deildarinnar
Mynd: Getty Images
Manchester City og Aston Villa mætast í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum klukkan 19:15 í kvöld.

Lærisveinar Pep Guardiola eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Liverpool, en liðið á góðan möguleika á að jafna erkifjendur sína að stigum.

Erling Braut Haaland og Kevin De Bruyne eru báðir á bekknum hjá heimamönnum. John Stones, sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu daga, er einnig á bekknum.

Unai Emery gerir fimm breytingar á liði Villa, sem vann Wolves 2-0 um helgina.

Ollie Watkins, þeirra besti maður, er ekki með vegna meiðsla aftan í læri. Lucas Digne, Clement Lenglet, Nicolo Zaniolo, Jhon Duran og Tim Iroegbunam koma allir inn. Pau Torres, Alex Moreno, Youri Tielemans og Leon Bailey fara allir á bekkinn.

Man City: Ortega; Lewis, Ruben Dias, Akanji, Gvardiol; Rodri, Bernardo Silva; Doku, Foden, Grealish; Alvarez.
Varamenn: Carson, Stones, Kovacic, Haaland, De Bruyne, Gómez, Nunes, Bobb, Susoho.

Aston Villa: Martinez; Konsa, Diego Carlos, Lenglet, Digne; Zaniolo, Iroegbunam, Douglas Luiz, Rogers; Diaby, Duran.
Varamenn: Gauci, Olsen, Tielemans, Pau Torres, Moreno, Chambers, Kesler-Hayden, Bailey, Kellyman.
Athugasemdir
banner
banner
banner