Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi vill fá nítján ára miðjumann frá Getafe
Yellu Santiago.
Yellu Santiago.
Mynd: Getty Images
Yellu Santiago, nítján ára miðjumaður Getafe, skoraði sigurmarkið gegn Girona í La Liga rétt fyrir landsleikjagluggann.

Nú segja enskir fjölmiðlar að Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, hafi mikinn áhuga á Yellu og gæti reynt að fá hann í ensku úrvalsdeildina í sumar.

Samningur hans við Getafe rennur út sumarið 2025 en hann gerði stuttan samning við Madrídarfélagið.

Yellu er hávaxinn og með góða tækni og talið er að hann muni þróast út í öflugan varnartengilið þegar fram líða stundir.

Allir sjö leikirnir sem hann hefur spilað fyrir Getafe hafa komið á þessu almanaksári og fjórir af þeim hefur hann leikið sem byrjunarliðsmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner