Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola svarar Keane: Haaland er besti framherji í heimi
Mynd: Getty Images

Roy Keane gagnrýndi Erling Haaland framherja Manchester City harkalega eftir jafntefli Man City gegn Arsenal um helgina en Pep Guardiola hefur svarað honum.


„Almennt spil hans er svo slakt. Ekki bara í dag. Þegar hann er að klára sóknir með sköllum eða hvað sem það er og hann er fyrir framan markið þá er hann sá besti í heiminum, en hið almenna spil fyrir leikmann af þessari stærðargráðu er svo slakt. Hann verður að bæta þetta því hann lítur næstum því út eins og D-deildar leikmaður, þannig horfi ég á hann. Hann verður að bæta almenna spilið og það mun gerast á næstu árum,“ sagði Keane.

Haaland átti stórkostlegt tímabil á síðustu leiktíð en hefur ekki sýnt það sem búist er við af honum á þessari leiktíð. Þrátt fyrir það hefur hann skorað 18 mörk í 24 leikjum í úrvalsdeildinni.

„Ég er ekki sammála honum. Hann er besti framherji í heimi og hann hjálpaði okkur að vinna það sem við unnum á síðustu leiktíð. Haaland er einstakur," sagði Guardiola.

„Ástæðan fyrir því að við búum ekki til færi er ekki út af Haaland. Standardinn sem hann hefur er ótrúlegur og allir búast við einhverju örðu."


Athugasemdir
banner
banner