Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   þri 02. apríl 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
„Gagnrýni Keane á Haaland glórulaus og ósanngjörn“
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United.
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Roy Keane sparaði ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á Erling Haaland eftir markalausan stórleik Manchester City og Arsenal á sunnudaginn.

Keane sagði að norski sóknarmaðurinn hafi næstum litið út eins og leikmaður úr D-deildinni.

„Þetta voru glórulaus ummæli og ósanngjörn gagnvart Erling Haaland," segir Chris Sutton, sérfræðingur BBC.

„Allir hafa hlaðið William Saliba og Gabriel miðverði Arsenal lofi allt tímabilið. Þegar Ortega markvörður City var að reyna að koma boltanum á Haaland eru þeir líklega klókasta miðvarðaparið til að glíma við það."

„Auðvitað hefði Haaland getað verið aðeins sterkari, beinskeyttari og klókari. En stundum mætir þú snilldar varnarmönnum eins og Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn."

„Þeir geta verið svo þéttir og vinna svo vel fyrir hvorn annan. Það gerði þetta erfitt fyrir Haaland en hann var ekki í sínu uppáhalds hlutverki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner