Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Hrósað fyrir ákvörðun sína í Lundúnum
Andy Madley útskýrir ákvörðunina fyrir Lewis Dunk
Andy Madley útskýrir ákvörðunina fyrir Lewis Dunk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski dómarinn Andy Madley er hrósað fyrir að hafa staðið á sínu í leik Brentford og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann ákvað að dæma ekki vítaspyrnu undir lok hálfleiksins þrátt fyrir að hafa verið sendur að VAR-skjánum.

Undir lok hálfleiksins féll Lewis Dunk í teignum eftir viðskipti sín við Yoane Wissa.

Madley, dómari leiksins, gaf lítið fyrir það og ákvað að dæma ekki vítaspyrnu. Hann var harður á því að Dunk hafi togað fyrst í treyju Wissa áður en sá síðarnefndi hafi togað í Dunk til baka.

VAR-teymið bað Madley um að fara að VAR-skjánum til að skoða atvikið betur. Þegar það gerist eru yfirgnæfandi líkur á því að dómari á velli breyti ákvörðun sinni en ekki í þetta sinn.

Madley skoðaði atvikið og það sannfærði hann enn frekar um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann hélt sig við fyrri dóm og engin vítaspyrna dæmd.

Þetta er aðeins í annað sinn á tímabilinu þar sem vallardómari fer eftir eigin sannfæringu en síðast gerðist það í september í leik Aston Villa og Crystal Palace. Þá dæmdi Darren England vítaspyrnu á Palace en var síðan beðinn um að fara að VAR-skjánum til að skoða atvikið betur. Hann staldraði aðeins við í nokkrar sekúndur áður en hann staðfesti þann vítaspyrnudóm.

Madley fær mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir dómgæsluna í kvöld.

„Frábært hjá Andy Madley, dómara. Michael Oliver, VAR-dómari, sendi hann að skjánum vegna vítaspyrnu sem Brighton átti að fá. Wissa heldur Dunk aftur en Madley hafnar þessari endurskoðun þar sem Wissa var fyrstur til að toga í Dunk. Aðeins í annað sinn á tímabilinu þar sem dómari hafnar endurskoðun,“ sagði blaðamaðurinn Dale Johnson.

Þetta er í annað sinn sem Madley fer gegn ákvörðun VAR og er hann eini dómarinn í deildinni sem hefur gert þetta tvisvar, en hann gerði það einnig í leik Fulham og Crystal Palace á síðustu leiktíð. Þar neitaði hann að gefa Palace vítaspyrnu þó Mike Dean, sem var þá VAR-dómari, sagði honum að leikmaður Fulham hefði handleikið boltann.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en eins og sést í byrjun myndbandsins þá er það Dunk sem rífur fyrst í WIssa áður en leikmaðurinn tekur Dunk niður.






Athugasemdir
banner