Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany: Ekki láta mig tala um dómara aftur
Mynd: EPA

Vincent Kompany stjóri Burnley hefur tjáð sig mikið um dómgæsluna á þessari leiktíð og hélt því áfram eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Wolves.


Jacob Bruun Larsen kom Burnley yfir en Rayan Ait-Nouri jafnaði metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Hann skoraði eftir aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Kompany vildi meina að það hafi ekki verið brot.

„Ekki láta mig tala um dómara aftur. Ef við verðum að gera það þá var þetta vandamál. Ef maður dettur um sjálfan sig, engin snerting þá er þetta ekki brot, við getum öll verið sammála um það," sagði Komapny.

„Dómarinn er í langbestu stöðunni til að sjá þetta. Ég get séð þetta úr þrisvar sinnum lengri fjarlægt og að einhverjum ástæðum er tekin ákvörðun uppúr engu."

Kompany fékk rautt spjald fyrir mótmæli um helgina gegn Chelsea en hann greindi frá því að hann hafi beðið dómarana afsökunnar í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner