Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skaut PSG í úrslit
Mynd: EPA
Franski framherjinn Kylian Mbappe kom Paris Saint-Germain í úrslit franska bikarsins er hann gerði sigurmarkið í 1-0 sigri á Rennes í undanúrslitum í kvöld.

Mbappe gat komið PSG yfir á 37. mínútu leiksins er heimamenn fengu vítaspyrnu en hinn afar reyndi Steve Mandanda sá við honum í markinu.

Tæpum þremur mínútum síðar bætti Mbappe upp fyrir vítaspyrnu sína. Fabian Ruiz átti glæsilega sendingu út vinstra megin. Mbappe keyrði síðan í átt að teignum, lét vaða og virtist Mandanda vera með þetta, en boltinn hafði viðkomu af varnarmanni og lítið sem markvörðurinn gat gert.

Mbappe hefði líklega skorað þrennu í leiknum ef það hefði ekki verið fyrir magnaðar vörslur Mandanda. Sá gerði allt til þess að halda Rennes í leiknum en sóknarmenn liðsins gátu lítið aðstoðað hann og urðu lokatölur 1-0 PSG í vil.

PSG er komið í úrslit og mætir þar Lyon. Ekkert lið hefur unnið keppnina oftar en PSG, eða 14 sinnum, en Lyon hefur unnið hana fimm sinnum. 22 ár eru liðin síðan Lyon vann síðast keppnina en PSG vann hana síðast árið 2021.


Athugasemdir
banner