Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
O'Neil gagnrýndi eigendur Wolves - „Vöruðum félagið við því"
Mynd: EPA

Gary O'Neil stjóri Wolves gagnrýndi eigendur félagsins eftir 1-1 jafntefli gegn Burnley í gær.


Julen Lopetegui hætti sem stjóri félagsins þar sem hann var ósáttur með aðgerðarleysi félagsins á leikmannamarkaðnum. O'Neil tók við og virðist vera kominn í sama bát og Lopetegui.

„Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni með allan hópinn og við erum með lítinn hóp, fimm leikmenn fjarverandi, svo hrós á leikmennina. Við erum með 42 stig sem er meira en í lok síðasta tímabils með fjármagnstakmörkin sem félagið hefur sett," sagði O'Neil

„Við vöruðum félagið við því að við værum að setja of mikið álag á leikmennina því þetta er lítill hópur. Við vöruðum þá við því að ef við misstum nokkra sóknarmenn myndi það skipta miklu máli. Félagið var ekki í stöðu til að gera eitthvað í þessu og hjálpa okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner