Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að markahæsti maður Fylkis nái fyrsta leik
Benedikt Daríus.
Benedikt Daríus.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Benedikt Daríus er meiddur núna og kemur ekki inn fyrr en í þriðju eða fjórðu umferð," sagði Albert Brynjar Ingason í upphitunarþætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport.

Benedikt Daríus Garðarsson er 24 ára sóknarmaður sem var markahæsti leikmaður Fylkis í fyrra með níu mörk. Hann hefur glímt við hnémeiðsli en er að byrja æfa aftur.

Fótbolti.net ræddi við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfara Fylkis, og var spurt út í meiðsli Benedikts.

„Benni er búinn að vera meiddur í einhverjar 4 vikur, hann byrjaði að æfa í vikunni með okkur. Við erum að meta stöðuna núna, tók fyrstu æfinguna á mánudag. Við erum ekkert að flýta honum til baka, viljum bara ná honum heilum og að hann fái ekkert bakslag. Það er stutt í hann, en hvort hann nái fyrsta leik er spurningarmerki," sagði Olgeir.

Eruði að skoða að fá mögulega inn framherja fyrir gluggalok?

„Við erum ekkert að skoða framherja frekar en neitt annað. Við erum alltaf opnir fyrir því að styrkja liðið ef að það er möguleiki. Við erum með stráka sem við höfum gríðarlega mikla trú á og ætlumst til þess að þeir séu orðnir betri en þeir voru í fyrra. Við viljum fá inn réttu mennina ef við erum að sækja þá, viljum ekki fá inn jafngóða leikmenn sem taka mínútur frá okkar strákum," sagði aðstoðarþjálfarinn.

Félagið hefur í þessari viku verið orðað við Orra Hrafn Kjartansson leikmann Vals og uppalinn Fylkismann. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Fylkismenn, sem spáð er 11. sæti hér á Fótbolta.net, styrki sig eitthvað fyrir gluggalok. Fyrsti leikur Fylkis í Bestu deildinni er gegn KR á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner