Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 10:45
Elvar Geir Magnússon
Óvænt nafn orðað við stjórastarf Liverpool
Kieran McKenna er 37 ára Norður-Íri.
Kieran McKenna er 37 ára Norður-Íri.
Mynd: Getty Images
Kiean McKenna, fyrrum aðstoðarstjóri Manchester United og núverandi stjóri Ipswich, er óvænt orðaður við stjórastarfið hjá Liverpool í enska blaðinu Mirror.

McKenna hélt Ipswich í C-deildinni áður en hann kom liðinu upp á síðasta tímabili. Ipswich situr nú á toppi Championship-deildarinnar.

Darragh MacAnthony stjórnarformaður Peterborough segir McKenna með hæfileika til að stýra stórliði og að Liverpool gæti horft til hans, núna þegar Klopp lætur af störfum í sumar.

„Hann gæti verið „svarti hesturinn" í stjóramálum Liverpool. Ég elska hugmyndafræði hans og leikstíl. Hann spilar skemmtilegan fótbolta," segir MacAnthony.

Liverpool er enn í leit að nýjum stjóra eftir að Klopp staðfesti í janúar að hann muni hætta eftir tímabilið. Xabi Alonso var talinn langlíklegastur til að taka við en hefur nú tilkynnt að hann verði áfram hjá Bayer Leverkusen.

Roberto De Zerbi, Ruben Amorim og Julian Nagelsmann eru nú efstir hjá veðbönkum.

Eins og áður sagði var McKenna hjá Manchester United sem aðstoðarstjóri, bæði hjá Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Í slúðurpakkanum í morgun er hann orðaður við aðalstjórastarf United.
Athugasemdir
banner
banner
banner