Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona vill Amorim ef Xavi snýst ekki hugur
Powerade
Ruben Amorim er orðaður við stór félög.
Ruben Amorim er orðaður við stór félög.
Mynd: EPA
Arsenal hefur áhuga á Kimmich.
Arsenal hefur áhuga á Kimmich.
Mynd: Getty Images
Aaron Anselmino er orðaður við Manchester United.
Aaron Anselmino er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Kieran McKenna er orðaður við stjórastarf Man Utd.
Kieran McKenna er orðaður við stjórastarf Man Utd.
Mynd: Getty Images
Amorim, Xavi, Haaland, Kimmich, Zubimendi, Wirtz, Branthwaite, Sancho. Fjölbreytt og fræðandi slúður í dag.

Barcelona vill fá Ruben Amorim til að taka við stjórastarfinu hjá félaginu af Xavi sem lætur af störfum í sumar. Liverpool og Bayern München endurskoða möguleika sína eftir að Xabi Alonso ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. (Independent)

Stjórn Barcelona vill fá Xavi til að snúast hugur um að fara og vill halda honum á Nývangi. (Athletic)

Barcelona mun reyna að fá norska sóknarmanninn Erling Haaland (23) frá Manchester City árið 2025 í áætlun sem félagið vonar að sannfæri Xavi um að halda áfram. (Mundo Deportivo)

Chelsea gæti þurft að selja nokkra af stjörnuleikmönnum sínum í sumar til að standast fjárhagsreglur um hagnað og sjálfbærni í sumar. Enski varnarmaðurinn Reece James (24) vill vera áfram á Stamford Bridge (HITC)

Arsenal hefur sett sig í samband við Bayern München vegna þýska miðjumannsins Joshua Kimmich (29) en hefur fengið þau svör að Þýskalandsmeistararnir muni ekki ræða framtíð hans fyrr en í sumar. (Football Transfers)

Arsenal virðist vera í kjörstöðu til að kaupa spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) frá Real Sociedad en hann hefur einnig verið orðaður við Bayern München. (Caught Offside)

Líkurnar á að Manchester City og Liverpool nái að landa þýska miðjumanninum Florian Wirtz (20) frá Bayer Leverkusen hafa minnkað eftir ákvörðun Xabi Alonso um að vera áfram hjá þýska toppliðinu. (HITC)

Real Madrid hefur ekki áhuga á að kaupa spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga (29) og hann mun snúa aftur til Chelsea þegar lánssamningur hans á Bernabeu rennur út í júní. (Fabrizio Romano)

Manchester United er með Jarrad Branthwaite (21) hjá Everton, hinn argentínska Aaron Anselmino (18) hjá Boca Juniors og Senegalann Mikayl Faye (19) hjá Barcelona á óskalista sínum yfir styrkingar varnarlega í sumar. (Mail)

Jadon Sancho (24), sem er hjá Borussia Dortmund á láni, gæti fengið annað tækifæri hjá Manchester United ef félagið ræður Jason Wilcox frá Southampton sem yfirmann fótboltamála. Wilcox starfaði með enska sóknarleikmanninum í akademíu Manchester City. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur áhuga á að ráða Kieran McKenna (37) stjóra Ipswich sem nýjan stjóra sinn. Norður-Írinn var aðstoðarmaður Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. (Football Insider)

Real Madrid vill fá miðvörðinn Leny Yoro (18) frá Lille í sumar. Hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United, Liverpool og Chelsea. Frakkinn hefur sagt félagi sínu að hann vilji fá nýja áskorun. (Athletic)

Tottenham gæti neyðst til að selja brasilíska varnarmanninn Emerson Royal (25) í sumar til að fá inn fjármagn fyrir gluggann. (Football Insider)

Real Madrid, Bayern München og nokkur ensk úrvalsdeildarfélög fylgjast með Archie Gray (18), miðjumanni og hægri bakverði Leeds og enska U21 landsliðsins. (HITC)

Marcos Alonso (33), spænski hægri bakvörðurinn hjá Barcelona, er kominn vel á veg í viðræðum við Atletico Madrid um að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu í sumar. (Cadena Ser)

Ítalski varnarmaðurinn Michael Kayode (19) hjá Fiorentina er á blaði hjá Barcelona en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal. (Football Transfers)

Birmingham er í kjörstöðu, á undan nokkrum Championship-félögum, til að fá táninginn Darryl Carrick frá U18 liði Queen's Park. Birmingham hefur fylgst með skoska miðverðinum á þessu tímabili. (Team Talk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner