Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 tapaði stórt í fyrsta leik í milliriðlinum
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 landslið kvenna fór ekki vel af stað í milliriðlinum fyrir Evrópumótið sem á að fara fram í sumar.

Íslenska liðið mætti Írlandi í fyrsta leik í dag og tapaði þar 4-1. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik eftir að Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði.

En í seinni hálfleiknum keyrðu Írar yfir íslenska liðið og urðu lokatölur 4-1 fyrir Írland.

Möguleikarnir á öðru stórmótinu í röð eru núna ekki frekar miklir fyrir Ísland en liðið þarf líklega að vinna næstu tvo leiki sína til að eiga möguleika.

Leikir Íslands í riðlinum:
Írland - Ísland miðvikudaginn 3. apríl kl. 10:30
Ísland - Króatía laugardaginn 6. apríl kl. 10:30
Ísland - Austurríki þriðjudaginn 9. apríl kl. 10:30
Athugasemdir
banner
banner
banner