Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 03. maí 2022 17:00
Innkastið
FH á fullu í leit að styrkingu - Fjögur nöfn á blaði
Lasse Petry í leik með Val sumarið 2020.
Lasse Petry í leik með Val sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson í leik með FH árið 2017.
Emil Pálsson í leik með FH árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru miklar líkur á því að Lasse Petry sé að ganga í raðir FH. Félagið hefur einnig verð orðað við Davíð Snæ Jóhannsson og Sigurð Egil Lárusson.

Þá hefur heyrst að Emil Pálsson sé að æfa með liðinu og gæti spilað með FH í sumar. Emil er að koma til baka eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal síðasta haust.

Í Innkastinu var rætt um breiddina í leikmannahópi FH en liðið saknaði Kristins Freys Sigurðssonar á miðsvæðinu í síðasta leik vegna leikbanns, Eggert Gunnþór Jónsson var fjarri góðu gamni og Finnur Orri Margeirsson glímdi við meiðsli.

„Þeir ætla að bæta eitthvað við breiddina," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum. „Lasse Petry er víst væntanlegur í vikunni."

„Það er mikill toppmaður. Hann var geggjaður með Val seinna tímabilið, var kóngurinn á miðjunni."

„Ef hann kemur, er í standi og verður eins og hann var seinna árið hjá Val (2020) þá er það frábær styrking fyrir FH. Ef við fáum fyrra árið (2019) þá er þetta nú ekkert frábær styrking,"
sagði Benedikt Bóas Hinriksson, stuðningsmaður Vals.

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, sást þá í stúkunni þegar FH lék gegn Breiðabliki á sunnudag.

Sjá einnig:
Þrír orðaðir við FH - „Myndum skoða þá ef það væri möguleiki að fá þá"

Logi Hrafn brotinn?
Í þættinum var greint frá því að Logi Hrafn Róbertsson, varnar- og miðjumaður FH, hefði orðið fyrir handarmeiðslum og óvíst hvort hann verði með næstu vikurnar. Logi var ekki með á æfingu FH í gær.
Innkastið - Stórfengleg skemmtun og skrópað í viðtöl
Athugasemdir
banner
banner
banner