Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
David James segir að Arsenal eigi ekki möguleika á að vinna deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

David James fyrrum markvörður í úrvalsdeildinni og hjá ÍBV telur að titilbaráttan á Englandi sé aðeins á milli tveggja liða.


Það er gríðarleg spenna í baráttunni um titilinn en fyrir leik Liverpool gegn Sheffield United var Arsenal á toppnum en Liverpool og Man City narta í hælana á þeim.

James segir að Arsenal eigi þó ekki möguleika á að vinna deildina.

„Þetta á eftir að hljóma svolítið klikkað. Ég veit að Arsenal er í baráttunni og veit að Arsenal er að vinna leiki en ég held að þeir séu ekki nógu góðir til að vinna titilinn. Ég segi það af virðingu," sagði James í viðtali hjá Mirror.

„Ég held að þetta sé á milli Man City og Liverpool, þrátt fyrir að Arsenal eigi enn tölfræðilega möguleika þá eru þeir ekki að fara vinna."


Athugasemdir
banner