Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool neitar að tapa - Hafa skorað langflest mörk undir lok leikja
Mynd: EPA

Liverpool var ekki sannfærandi í kvöld en tókst þó að vinna sigur á Sheffield United og endurheimta toppsætið.


Liðið hefur verið ansi duglegt að skora mörk undir lok leikja en staðan var jöfn, 1-1, í kvöld áður en Alexis Mac Allister kom Liverpool yfir með stórkostlegu marki þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Það var síðan varamaðurinn Cody Gakpo sem gulltryggði Liverpool sigur með marki 90. mínútu.

Engu liði hefur tekist að skora jafn mörg mörk og Liverpool síðasta korterið í leikjunum í vetur en Liverpool er með tíu mörkum meira en næsta lið á þeim tímapunkti í leikjunum.

Leikmenn Liverpool voru mikið með boltann í leiknum en tókst þó ekki að ógna Sheffield liðinu mikið framan af. Liðið var 83% með boltann en aðrar eins tölur hafa ekki sést lengi.


Athugasemdir
banner
banner
banner