Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Messi ekki einu sinni sá besti í sínu liði
Lionel Messi og Luis Suarez.
Lionel Messi og Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez hefur verið besti leikmaðurinn í bandarísku MLS-deildinni á fyrstu vikum tímabilsins. Þrátt fyrir að vera að spila í gengum hnémeiðsli, þurfa reglulega að vera sprautaður og vera 37 ára.

Síðan hann varð liðsfélagi vinar síns Lionel Messi að nýju hjá Inter Miami er Suarez kominn með sjö mörk og fimm stoðsendingar í tíu leikjum í MLS og Concacaf Meistarabikarnum.

Mörk Úrúgvæjans hafa verið í öllum regnbogans litum. Hann fór hægt af stað í allra fyrstu leikjunum og umræða fór af stað um hvort félagið hafi gert mistök með því að fá hann. Suarez hefur algjörlega þaggað niður í þeirri umræðu.

„Ég er virkilega ánægður fyrir hans hönd. Við vitum hvað Luis getur og allir vita það. Þegar maður býst síst við því þá klárar hann leikina með mörkum og stoðsendingum," segir Messi um liðsfélaga sinn.

Suarez var kjörinn besti leikmaðurinn í Brasilíu í fyrra eftir að hafa skorað 26 mörk og átt 17 stoðsendingar fyrir Gremio.

„Það koma langir kaflar þar sem Suarez sést ekki, stundum er hann hálf haltrandi á miðjum vellinum. Svo skyndilega springur hann út á síðasta sóknarþriðjungi, kemur sér framhjá varnarmönnum og inn í vítateiginn og klárar færi frá alls konar stöðum," segir íþróttafréttamaðurinn Ryan Baldi.

Suarez hefur borið Inter Miami á sínum herðum á meðan lykilmenn hafa verið meiddir. Messi hefur misst af leikjum vegna meiðsla aftan í læri og einnig miðjumaðurinn Federico Redondo sem er liðinu mikilvægur.

Messi er ríkjandi FIFA besti verðlaunahafinn, en það er nú sanngjarnt að deila um hvort hann sé jafnvel besti leikmaðurinn í sínu eigin liði á þessu tímabili.

„Messi er með nafnbótina besti leikmaður heims hjá FIFA en það er hægt að færa rök fyrir því að hann sé ekki einu sinni besti leikmaðurinn í sínu eigin liði á þessu tímabili," segir Baldi.
Athugasemdir
banner