Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Öll virðing lögð til hliðar þegar flautað er til leiks
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Everton tekur á móti Burnley í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn klukkan 14.

Burnley hefur ekki tapað í fjórum leikjum í röð og náð í sex stig af tólf mögulegum. Liðið er í fallsæti en Everton er fjórum stigum fyrir ofann fallsvæðið.

Stjóri Everton er Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley. Hann er mikils metinn hjá Burnley eftir að hafa gert virkilega góða hluti hjá félaginu.

„Við erum að fara að mæta liði sem gefur allt í þetta, eru með unga ferska leikmenn og einnig með nokkur gæði. Þeir hafa eytt háum fjárhæðum í leikmenn til að reyna að byggja ofan á það sem þeir afrekuðu í Championship-deildinni á síðasta tímabili," segir Dyche.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir þá og okkur líka, þetta hefur líka verið erfitt fyrir fleiri því enska úrvalsdeildin er hörð. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Burnley og mun alltaf gera, en um leið og flautað verður til leiks þá er öll virðing sett til hliðar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner