Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Hrafn heim í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Valur hafa komist að samkomulagi um að Orri Hrafn Kjartansson gangi til liðs við félagið á lánssamningi út tímabilið. Frá þessu greinir Fylkir á samfélagsmiðlum sínum.

Orri er 22 ára miðjumaður sem keyptur var til Vals frá Fylki eftir tímabilið 2021. Hann var ekki í leikmannahópi Vals gegn Víkingi á mánudaginn og sagði Arnar Grétarsson við Fótbolta.net að Orri væri líklegast á förum frá félaginu, sem raungerist nú þremur dögum síðar. Orri er samningsbundinn Val út tímabilið 2025.

Fylkir varð fyrir áfalli í gær þegar fyrirliði liðsins rifbeinsbrotnaði og spurning hvort að Orri taki hans stöðu á miðsvæðinu í fyrsta leik þegar Fylkir fær KR í heimsókn á sunnudag.

Úr tilkynningu Fylkis:
Orra þarf ekki að kynna fyrir Fylkisfólki en hann kom inn í meistaraflokk Fylkis 2020 aðeins 18 ára gamall og eftir frábæra frammistöðu var hann seldur til Vals árið 2022.

Hann hefur leikið 102 KSÍ leiki og skorað í þeim 13 mörk ásamt því að hafa leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Við fögnum því vel að fá Orra aftur heim og hlökkum til að sjá hann aftur í appelsínugulu !

Smelltu hér til að sjá myndbandið sem fylgir tilkynningu Fylkis

Athugasemdir
banner
banner