Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palmer fær níu frá Sky og Mac Allister átta - Onana og Petrovic áttu erfitt kvöld
Fagna sigurmarki Cole Palmer
Fagna sigurmarki Cole Palmer
Mynd: EPA
Darwin Nunez og Alexis Mac Allister voru á skotskónum í kvöld
Darwin Nunez og Alexis Mac Allister voru á skotskónum í kvöld
Mynd: EPA

Það var magnað kvöld í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea vann ótrúlegan endurkomusigur á Man Utd og Alexis Mac Allister skoraði stórkostlegt mark í sigri Liverpool gegn Sheffield.


Sky Sports valdi Cole Palmer mann leiksins gegn Man Utd en hann skoraði þrennu og skoraði tvö mörk þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma til að tryggja liðinu sigur.

Markverðirnir Andre Onana og Djordje Petrovic fengu báðir fimm eins og Moises Caicedo sem gerði sig sekan um slæm mistök í fyrsta marki United.

Mac Allister var maður leiksins hjá Liverpool en Conor Bradley varnarmaður liðsins fær fimm í einkunn en hann skoraði klaufalegt sjálfsmark. Ivo Grbic markvörður Sheffield fær einnig fimm en hann gerði slæm mistök í fyrsta marki Liverpool.

Chelsea: Petrovic (5), Gusto (6), Disasi (7), Badiashile (7), Cucurella (6), Caicedo (5), Enzo (7), Gallagher (7), Palmer (9), Jackson (6), Mudryk (7).

Varamenn: Sterling (6), Chukwuemeka (6), Gilchrist (6), Chalobah (6), Madueke (7).

Man Utd: Onana (5), Dalot (6), Varane (6), Maguire (7), Wan-Bissaka (6), Mainoo (6), Casemiro (6), Antony (8), Fernandes (7), Garnacho (8), Hojlund (6).

Varamenn: Evans (7), Rashford (6), Kambwala (6), McTominay (6), Mount (6).


Liverpool: Kelleher (6), Bradley (5), Konate (6), Van Dijk (6), Gomez (6), Mac Allister (8), Gravenberch (6), Szoboszlai (6), Salah (6), Nunez (7), Diaz (7).

Varamenn: Elliott (7), Robertson (7), Gakpo (7), Jones (6)

Sheffield United: Grbic (5), Holgate (7), Ahmedhodzic (7), Trusty (7), Bogle (6), Souza (7), Arblaster (7), Hamer (7), Robinson (6), McAtee (6), Brereton Diaz (6).

Varamenn: Osborn (6), McBurnie (6), Osula (6), Brooks (6), Slimane (N/A)


Athugasemdir
banner
banner