Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fim 04. apríl 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Hér er ég alltaf brosandi en á samfélagsmiðlum er ég versti náungi í heimi
Pochettino styður heilshugar við Gallagher
Pochettino styður heilshugar við Gallagher
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Conor Gallagher
Conor Gallagher
Mynd: EPA
Pochettino hefur áhyggjur af því hvernig fólk notar samfélagsmiðla
Pochettino hefur áhyggjur af því hvernig fólk notar samfélagsmiðla
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hér má sjá mynd af þessu umtalaða atviki
Hér má sjá mynd af þessu umtalaða atviki
Mynd: Skjáskot úr myndbandinu
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur verulegar áhyggjur af því hvernig samfélagsmiðlar virka og hvaða áhrif þeir hafa á samfélagið í heild sinni, en hann talaði um skítkastið sem Conor Gallagher hefur fengið vegna myndbands sem hefur farið eins og eldur um sinu, en umrætt atvik átti sér stað fyrir leik liðsins gegn Burnley um síðustu helgi.

Gallagher, sem var með fyrirliðabandið hjá Chelsea, var í göngunum fyrir leikinn með tvo heppna unga stráka sér við hlið sem áttu að fylgja þeim inn á völlinn. Annar var þeldökkur en hinn hvítur.

Á myndskeiðinu sem birtist á samfélagsmiðlum sést Gallagher heilsa hvíta stráknum en hunsa svarta strákinn, sem reyndi meðal annars að gefa honum fimmu.



Notendur samfélagsmiðla sökuðu þar Gallagher um kynþáttafordóma eftir að hafa séð nokkurra sekúndna myndband á netinu. Chelsea neyddist til að gefa frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði myndbandið tekið úr samhengi.

Pochettino talaði um áhrif samfélagsmiðla á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn United.

„Þetta hefur komið mér í svo mikið uppnám því það vill gera svona viljandi. Hann var vel meðvitaður af of mörgum myndböndum, myndum varðandi það hvort hann hafi vitað af báðum strákunum. Þegar þú spilar fótbolta þá eru að einbeita þér að allt of mörgum hlutum. Þú ert að hugsa um að spila, byrja leikinn og þetta getur því gerst.“

„En ég held bara að fólk vilji móðga annað fólk. Það reynir alltaf að finna hlut til að búa til einhverja ringulreið og nota það til að misþyrma fólki. Ég þekki Conor og þá sem eru í kringum Chelsea og ég get aðeins talað fyrir það fólk sem ég þekki, en þetta var aldrei ætlun hans. Conor er frábær strákur og er annt um allt.“

„Ég hata það þegar fólk leyfir sér að misþyrma fólki á samfélagsmiðlum. Finnst ykkur við ekki þurfa að stöðva þetta? Það er eins og það sé svo auðvelt að misþyrma fólki og finna svona hluti sem gerðust aldrei. Við þurfum að hætta að gefa fólki sem vill misþyrma öðrum svona mikla athygli. Við berum öll ábyrgð á því en samt í alvöru hvernig er það mögulegt að Conor hafi viljandi hunsað strákinn? Í alvöru?“

„Ég verð bara leiður því ég þekki Conor og hann á ekki skilið að fá þetta skítkast. Það á það auðvitað enginn skilið en hann af öllum? Ég sé allt of marga hluti vera gerast, ekki bara á Englandi, heldur í öllum heiminum. Ábyrgð okkar er að reyna að hunsa þessa hluti og fólkið sem reynir að búa til hluti sem munu aldrei hjálpa okkur í daglegu lífi.“

„Við þurfum að horfa fram á veginn og fyrir mér er það að styðja Conor og það fólk sem verður stundum fyrir skítkasti.“
sagði Pochettino sem talaði meira um notkun samfélagsmiðla og þær áhyggjur sem hann hefur.

„Vandamálið með samfélagsmiðla í dag er að það er eins og fólk sé bundið skyldu ef þú vilt vera í sambandi við stuðningsmennina og að það mælir gildi þín og hvað þú ert með marga fylgjendur á Twitter, X, Instagram og Facebook. Ég veit ekki alveg með þetta.“

„Þetta er vandamálið því við erum að sjá svo marga ranga hluti sem eru að samfélaginu. Við berum einnig ábyrgðina. Við opnum hurðina og allar heimildamyndirnar sem fólk getur séð. Hvað viljum við sjá? Við viljum sjá þegar fólk er að ræða saman eða rífast, en aldrei það góða eða ánægjulega. Nei, það er alltaf fundið slæmu hlutina.“

„Þetta er samfélag sem við erum öll hluti af og það er engum um að kenna. Við þurfum að taka því eins og það er, en á sama tíma vera ótrúlega varkár með það hvernig við erum að hegða okkur og veita þeim hlutum sem geta skaðað ímynd okkar meiri athygli. Fólk sér þig á þann hátt eins og þú sért ekki raunverulegur, jafnvel þegar við viljum svíkja fólki.“

„Ef ég vil vera vinsæll þá get ég talað á annan hátt eða gert hluti sem henta þér. 'Oh, lítur vel út Pochettino, er það ekki?' En þegar dagurinn er á enda og þegar ég loka hurðinni er ég sá sami eða er hegðun mín öðruvísi? Hér er ég brosandi en þarna er ég versti náungi í heiminum,“
sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner