Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 12:00
Fótbolti.net
Tíu bestu erlendu leikmenn Bestu deildarinnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Flautað verður til leiks í Bestu deildinni á laugardaginn og spennan fyrir deildinni hefur sjaldan verið eins mikil. Mörg félög ætla sér stóra hluti og fjölmargir öflugir leikmenn eru í deildinni.

Gæðin í erlendu leikmönnunum hafa sjaldan verið eins mikil og hægara sagt en gert að setja saman lista yfir bestu útlendingana í deildinni.

En samt sem áður þá kastar Fótbolti.net sér í djúpu laugina og setur hér saman topplista yfir erlenda leikmenn í deildinni. Allt til gamans gert (og nei við flokkum Aron Jóhannsson ekki sem útlending).

Við áskiljum okkur rétt til að endurskoða listann þegar deildin er komin vel af stað og stefnum þá að birta nýjan lista!
Athugasemdir
banner
banner