Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fim 04. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tvær mikilvægar framlengja við Fylki
Helga Guðrún og Guðrún Karitas verða áfram í Árbænum
Helga Guðrún og Guðrún Karitas verða áfram í Árbænum
Mynd: Fylkir
Guðrún Karitas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir hafa báðar framlengt við Fylki út 2025.

Guðrún er 28 ára gömul og spilar stöðu framherja en hún hefur verið í Fylki frá 2020.

Hún skoraði 15 mörk í Lengjudeildinni á síðasta tímabili er Fylkir komst upp í Bestu deildina. Endaði hún næst markahæst í deildinni en þar að auki gerði hún fjögur mörk í bikar.

Guðrún er uppalin á Akranesi og hóf feril sinn hjá ÍA en hún hefur einnig spilað með KR, Stjörnunni og Val.

Helga Guðrún er 26 ára kantmaður sem kom til Fylkis frá Grindavík fyrir tveimur árum.

Síðasta sumar skoraði hún átta mörk og lagði upp níu í Lengjudeildinni og átti þar stóran þátt í að koma liðinu upp.

Helga er uppalin í Grindavík en hefur einnig spilað fyrir Stjörnuna og AO Trikala í Grikklandi.
Athugasemdir
banner