Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 04. desember 2018 12:08
Magnús Már Einarsson
Klopp sektaður fyrir fagnaðarlætin - Ekki í leikbann
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur verið sektaður um 8000 pund (1,2 milljónir íslenskar króna) af enska knattspyrnusambandinu fyrir fagnaðarlæti sín gegn Everton um helgina.

Klopp missti sig í gleðinni þegar Divock Origi skoraði sigurmarkið á 96. mínútu en hann hljóp inn á völlinn og faðmaði markvörðinn Alisson.

Í gær var Klopp ákærður af enska knattspyrnusambandinu og hann ákvað að áfrýja ákærunni ekki.

Enska sambandið hefur í kjölfarið sektað Klopp og gefið honum aðvörun um að endurtaka ekki þennan leik í framtíðinni.

Klopp fer hins vegar ekki í leikbann og hann verður því á sínum stað þegar Liverpool heimsækir Burnley á Turf Moor annað kvöld.

Sjá einnig:
Myndband: Klopp trylltist eftir sigurmarkið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner