Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Atla og Erlingur framlengja við Víking
Erlingur Agnarsson
Erlingur Agnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Örn Atlason og Erlingur Agnarsson framlengdu samninga sína við Víking á stuðningsmannakvöldi félagsins í gær.


Þeir eru báðir uppaldir í Víkinni en Davíð, sem er 29 ára gamall, steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með KA árið 2011 og spilaði einnig 19 leiki með Dalvík/Reyni í 2. deild árið 2014. Hann á að baki 309 leiki á ferlinum og skorað 15 mörk.

Erlingur er 26 ára gamall hefur leikið allan sinn ferill í Víkinni. Hann lék 25 leiki í Bestu deildinni síðasta sumar og skoraði sex mörk.

Hann hefur leikið 245 leiki á ferlinum og skorað 44 mörk.

Íslands og bikarmeistarar Víkings hefja leik í Bestu deildinni á morgun þegar liðið mætir Stjörunni á Víkingsvellinum.


Athugasemdir
banner