Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík fær spænskan varnarmann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir tímabilið í Lengjudeildinni sem hefst eftir u.þ.b. mánuð því spænski varnarmaðurinn Dennis Nieblas er genginn í raðir félagsins og spilar með liðinu í sumar.

Dennis er 33 ára reynslumikill miðvörður sem hefur leikið víða á ferli sínum. Hann lék síðast á Kýpur en lék meðal annars með Víkingi í Götu í Færeyjum árið 2018. Hann hefur einnig leikið í Taílandi, Spáni, Austurríki og í Portúgal á ferli sínum.

„Dennis er kröftugur varnarmaður með mikla reynslu. Hann les leikinn vel og er einnig öflugur skallamaður. Hann á eftir að styrkja okkar leikmannahóp og eflir samkeppni innan hópsins,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur, í tilkynningu félagsins.

Grindavík mun spila heimaleiki sína í Safamýrinni í sumar og er stefnan sett hærra en 6. sætið sem varð niðurstaðan á síðasta tímabili. Þjálfari liðsins er Brynjar Björn Gunnarsson.

Komnir
Kwame Quee frá Sierra Leóne
Hassan Jalloh frá HK
Ion Perello frá Fram
Dennis Nieblas frá Kýpur
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner
banner
banner