Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Hákon átti góðan leik er Lille vann annan leikinn í röð - Markalaust hjá Lyngby
Hákon Arnar í leik með Lille
Hákon Arnar í leik með Lille
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson og hans menn í franska liðinu Lille unnu góðan 3-1 sigur á Marseille í frönsku deildinni í kvöld, en Hákon fær ágætis dóma frá stuðningsmönnum félagsins.

Skagamaðurinn hefur verið að fá fleiri og fleiri tækifæri í byrjunarliði Lille.

Það tók hann smá tíma til að aðlagast frönsku deildinni, en stuðningsmenn eru farnir að kunna betur að meta gæðin sem hann kemur með inn í liðið.

Á X eru margir sem hrósa honum og segjast nú loksins vera að sjá leikmanninn sem félagið keypti frá FCK.

Hákon fór af velli þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum en Lille er nú í 3. sæti með 49 stig og stefnir á Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn af bekknum er Patro Eisden gerði markalaust jafntefli við Waregem í belgísku B-deildinni og þá voru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon allir í byrjunarliði Lyngby sem gerði markalaust jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni.

Davíð Kristján Ólafsson byrjaði í 2-2 jafntefli Cracovia gegn LKS Lodz í pólsku úrvalsdeildinni. Cracovia er í 12. sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner